10. Feb. 2024

Ásta Jónína er fyrsta konan til að hanna lýsingu fyrir sýningu á Stóra sviði Þjóðleikhússins

Leiksýningin Edda var frumsýnd á annan dag jóla á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Sýningin hefur fengið lofsamlega dóma hjá gagnrýnendum og eitt af því sem nefnt hefur verið sérstaklega er lýsing sýningarinnar. Það er Ásta Jónína Arnardóttir sem á heiðurinn af henni en hún er jafnframt fyrsta konan til að hann lýsingu fyrir sýningu á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Tími til kominn myndi einhver segja. Ásta hefur fengist við fjölbreytileg verkefni í leikhúsinu en hún segir það hafa verið hálfgerðan misskilning sem hafi orðið til þess að hún fór að fást við lýsingahönnun.

Ásta stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018 og stefndi fyrst og fremst að því að verða klippari. Hún starfaði sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu og vann að gerða fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. En leikhúsið togaði líka í hana og hún stökk á það tækifæri að taka að sér myndbandshönnun í sýningunni Ég heiti Guðrún, árið 2018. Síðan þá hafa verkefnin innan Þjóðleikhússins orðið fleiri.

„Einhvern veginn komst sá kvittur á kreik í Listaháskólanum að ég fengist við lýsingu og ég svaraði því bara játandi þegar ég var beðin um að lýsa (verkefni). Það var eiginlega þá sem ég fékk bakteríuna og vissi að að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera meira af. Núna, rétt um fimm árum síðar, er mér sagt að ég sé fyrsta konan sem sé lýsingahönnuður í sýningu á Stóra sviði Þjóðleikhússins.“

 Ásta var myndbandshönnuður í Ást Fedru og vann einnig myndbönd fyrir Múttu Courage og Orð gegn orði. Hún hannaði lýsingu  fyrir Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Nokkur augnablik um nótt og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. Hún sá um lýsingu fyrir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og myndbandshönnun fyrir Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími