Setning Menningarnætur og allri þjóðinni boðið í afmælisveislu

Nú styttist í að við kynnum nýtt og glæsilegt leikár. En við ætlum að byrja með gríðarlegu fjöri og bjóða landsmönnum öllum að heimsækja okkur á Menningarnótt, gæða sér á köku og njóta skemmtiatriða. Bráðskemmtilegt 20 mínútna atriði úr stórsýningunni Lína Langsokkur verður sýnt á Stóra sviðinu á klukkutíma fresti.
Auk Línu mun fjöldinn allur af dáðustu persónum vinsælustu barnaleikrita sögunnar koma fram. Þar á meðal eru Elsa og Ólafur úr Frosti, Lára og Ljónsi, Gunnjóna gamla úr Blómin á þakinu, Mikki refur og Lilli klifurmús úr Dýrunum í Hálsakógi og síðast en ekki síst Bastían bæjarfógeti, Soffía frænka og ræningjarnir úr Kardemommubænum!
12:30 Setning Menningarnætur
13:00 – Dagskrá hefst
Útisvið
Stóra svið: