15. Ágú. 2025

Setning Menningarnætur og allri þjóðinni boðið í afmælisveislu

Nú styttist í að við kynnum nýtt og glæsilegt leikár. En við ætlum að byrja með gríðarlegu fjöri og bjóða landsmönnum öllum að heimsækja okkur á Menningarnótt, gæða sér á köku og njóta skemmtiatriða. Bráðskemmtilegt 20 mínútna atriði úr stórsýningunni Lína Langsokkur verður sýnt á Stóra sviðinu á klukkutíma fresti.

Auk Línu mun fjöldinn allur af dáðustu persónum vinsælustu barnaleikrita sögunnar koma fram. Þar á meðal eru Elsa og Ólafur úr Frosti, Lára og Ljónsi, Gunnjóna gamla úr Blómin á þakinu, Mikki refur og Lilli klifurmús úr Dýrunum í Hálsakógi og síðast en ekki síst Bastían bæjarfógeti, Soffía frænka og ræningjarnir úr Kardemommubænum!

12:30 Setning Menningarnætur

 

12.30 Bæjarfógetinn bastían býður fólk velkomið
12.35 Borgarstjórinn í Reykjavík setur menningarnótt
12.40 Ávarp Menningarmálaráðherra
12.45 Bastían bæjarfógeti og Þjóðleikhúsfólk bjóða þjóðina velkomna í afmælisveislu

13:00 – Dagskrá hefst 

Útisvið

13:00 Lína Langsokkur
13:15 Lára og Ljónsi
13:55 Mikki og Lilli
14:30 Ólafur úr Frosti
14:55 Soffía frænka
15:30 Elsa úr Frosti
16:00 Ræningjarnir
16:30 Raddbandið

Stóra svið:

(20 mínútna atriði úr Línu Langsokk)
13:30
14:30
15:30
16:30

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími