/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þorleifur Örn Arnarsson

Leikstjóri
/

Þorleifur Örn Arnarsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2003 og lauk námi í leikstjórn frá Ernst Busch leiklistarháskólanum í Berlín árið 2009. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga og ópera á Íslandi, í Þýskalandi og víðar. Hann var um hríð yfirmaður leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín. Hann er í listrænu teymi Þjóðleikhússins og leikstýrir Eddu í vetur. Hann leikstýrði hér Íslandsklukkunni, Rómeó og Júlíu, Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki. Í Borgarleikhúsinu leikstýrði hann Njálu og Guð blessi Ísland. Hann hlaut þýsku leiklistarverðlaunin Fástinn fyrir leikstjórn á Die Edda og Peer Gynt var verðlaunuð af Nachtkritik-Theatertreffen. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Engla alheimsins og Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.

 

 


ENGLISH

Thorleifur Örn Arnarsson is a multi-awarded Icelandic theatre director who has directed several theatre and opera productions at prestigious theatres and festivals in Iceland and Germany. He studied acting at the Iceland Academy of Arts and directing at the Ernst Busch Academy of Dramatic Arts in Berlin. In 2011, he won the renowned nachtkritik-Theatertreffen for his production “Peer Gynt” in Lucerne, which he adapted for the Hessisches Staatstheater Wiesbaden in 2014. In 2018, he won the “FAUST” theatre prize for his production “Die Edda”. He was director of drama at the Volksbühne Berlin for two years. He is resident director at The National Theatre of Iceland and is currently working on his production “Edda”, based on Norse mythology. He was awarded the Icelandic Theatre prize Griman for his productions of The Angels of the Universe at The National Theatre of Iceland and Njála (based on the Icelandic sagas) at Reykjavík City Theatre.


Nánar um feril:

Þorleifur Örn Arnarsson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og lauk námi í leikstjórn frá Ernst Busch leiklistarháskólanum í Berlín árið 2009. Hann hefur sett upp fjölda leiksýninga og ópera á Íslandi, í Þýskalandi og víðar. Hann var um hríð yfirmaður leiklistarmála hjá Volksbühne í Berlín. Hann hefur nú gengið til liðs við listrænt teymi Þjóðleikhússins og leikstýrir hér í vetur Eddu.

 

Áður leikstýrði Þorleifur í Þjóðleikhúsinu Íslandsklukkunni, Rómeó og Júlíu, Englum alheimsins og Sjálfstæðu fólki. Í Borgarleikhúsinu leikstýrði hann Njálu og Guð blessi Ísland. Meðal leikstjórnarverkefna hans í hinum þýskumælandi heimi eru Lér konungur og Mutter Courage í Staatstheater Konstanz, Meistarinn og Margaríta í Landestheater Tübingen, Pétur Gautur og Grimm hjá Luzerner Theater, Rómeó og Júlía, Óþelló og Die Kontrakte des Kaufmanns í Theater St. Gallen, Leðurblakan, La Bohème og Lohengrin í óperuhúsinu í Augsburg, Guðdómlegi gleðileikurinn og Rómeó og Júlía í Staatstheater Mainz, Pétur Gautur, La Bohème og Túskildingsóperan í Hessische Staatstheater Wiesbaden, Sigfried í Staatstheater Karlsruhe, Edda, Hamlet og Macbeth í Schauspiel Hannover, Die Räuber og Im Irrgarten des Wissens hjá Theater Basel og Ódysseifskviða og Oreisteia hjá Volksbühne Berlin. Í Þjóðleikhúsi Norðmanna í Osló setti hann upp Villiöndina og Fjandmann fólksins.

Hann setti upp Eilífa hamingju og Elífa óhamingju á vegum Hins lifandi leikhúss í Borgarleikhúsinu. Fyrrnefnda sýningin var sýnd á leikför í Maxim-Gorki Theater í Berlín. Hann leikstýrði Sveinsstykki, einleik Arnars Jónssonar, í Loftkastalanum í samstarfi við Hið lifandi leikhús.

Þorleifur hlaut eftirsóttustu leiklistarverðlaun Þýskalands, Fástinn fyrir leikstjórn á Eddu. Pétur Gautur var valin besta þýskumælandi sýning ársins á Nachtkritik-Theatertreffen. Leiksýning Þorleifs Njála hlaut tíu Grímuverðlaun og Guð blessi Ísland var tilnefnd til níu verðlauna. Þorleifur hlaut Grímuverðlaunin fyrir Engla alheimsins. Hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir leikverkin Eilífa hamingju og Eilífa óhamingju.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími