Stefán Jónsson útskrifaðist úr Guildhall School of Music and Drama í London 1989. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, sjónvarpsverkum og kvikmyndum. Leikstjórnarverkefni hans í Þjóðleikhúsinu eru Herjólfur er hættur að elska, Hænuungarnir, Túskildingsóperan, Fagnaður, Óhapp, Leg, Hreinsun, Baðstofan, Maður að mínu skapi og Sjö ævintýri um skömm. Leikstjórnarverkefni hans í Borgarleikhúsinu eru Sporvagninn Girnd, Terrorismi, Sekt er kennd, Belgíska Kongó, Draugalest, Héri Hérason, Enron, Ekki hætta að anda, Helgi Þór rofnar og Á eigin vegum. Hann var fagstjóri og síðar prófessor við sviðslistadeild LHÍ, 2008-2018. Hann hefur oft verið tilnefndur til Grímunnar fyrir leik og leikstjórn og hlaut verðlaunin fyrir leikstjórn á Sjö ævintýrum um skömm og Kvetch og sem einn danshöfunda fyrir Forðist okkur.
Stefán leikstýrir Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur og leikstýrði Sjö ævintýrum um skömm í fyrra.
Nánar um feril:
Stefán Jónsson útskrifaðist úr Guildhall School of Music and Drama í London, 1989.
Hlutverk Stefáns á leiksviðum landsins skipta mörgum tugum. Hann hóf ferilinn í Borgarleikhúsinu en var síðan lengst af fastráðinn við Þjóðleikhúsið. Stefán hefur einnig leikið fjölda hlutverka með sjálfstæðum leikhópum, í sjónvarpi og kvikmyndum.
Í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikstýrt; Herjólfur er hættur að elska, Hænuungunum, Túskildingsóperunni, Fögnuði, Óhappi, Legi, Hreinsun, Baðstofunni, Manni að mínu skapi og Sjö ævintýrum um skömm.
Leikstjórnarverkefni í Borgarleikhúsi eru: Sporvagninn Girnd, Terrorismi, Sekt er kennd, Belgíska Kongó, Draugalest, Héri Hérason, Enron, Ekki hætta að anda, Helgi Þór rofnar og Á eigin vegum.
Stefán gegndi stöðu fagstjóra og síðar prófessors við sviðslistadeild LHÍ, 2008-2018.
Stefán Jónsson hefur margoft verið tilnefndur til Grímunnar fyrir verk sín, bæði sem leikari og leikstjóri. Hann hefur þrívegis hlotið Grímuna; á síðastliðnu ári fyrir leikstjórn á Sjö ævintýrum um skömm og áður fyrir leikstjórn á Kvetch og sem danshöfundur ársins, ásamt leikhópi, fyrir Forðist okkur.