/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Snorri Sigurðarson

Tónlistarmaður
/

Snorri Sigurðarson lauk burtfararprófi í jazztrompetleik frá Tónlistarskóla FÍH 1998 og BA-prófi í jazztrompetleik frá Conservatorium Van Amsterdam 2002. Hann hefur verið virkur þátttakandi í djasslífi landsins og er meðlimur í Stórsveit Reykjavíkur sem hann hefur einnig samið fyrir og stjórnað.  Snorri hefur spilað með og hljóðritað fyrir fjölda listamanna og hljómsveita. Má þar nefna Sigur Rós, Pussy Riot, Ragnar Kjartansson og GusGus. Snorri hefur verið hljóðfæraleikari í nokkrum leiksýningum, nú síðast í Yermu, Frosti og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími