/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Salka Valsdóttir

Tónskáld
/

Salka Valsdóttir starfar við tónlistarsköpun og hljóðvinnslu. Hún semur tónlist fyrir Taktu flugið, beibí í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún sá hér um tónlistarstjórn í Eddu, um hljóðhönnun ásamt öðrum og var annar höfunda tónlistar. Hún tók þátt í sýningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu sem einn af höfundum tónlistar, tónlistarstjóri og tónlistarmaður. Hún vann hljóðmynd fyrir Svartþröst, sá um tónlist og hljóðmynd fyrir Fyrrverandi og kom að skrifum og sá um tónlist í sýningu Reykjavíkurdætra í Borgarleikhúsinu. Hún vann tónlist og hljóðmynd í The Last Kvöldmáltíð í Tjarnarbíói. Salka hefur unnið með Reykjavíkurdætrum sem rappari, taktsmiður, upptökustjóri og hljóðmaður, en hljómsveitin hefur spilað víða um heim og hlotið MME verðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún starfar með hljómsveitinni CYBER sem hefur hlotið Kraumsverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin. Hún hefur unnið við hljóðblöndun og upptökustjórn í Berlín og hannað hljóðmynd við leiksýningar í Volksbühne. Salka hlaut Grímuna fyrir hljóðmynd í Rómeó og Júlíu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími