fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Rebecca Hidalgo

Dansari, dansstjóri
/

Dansari

Rebecca Hidalgo er frá New York og starfar sem dansari, danshöfundur, tónlistarflytjandi, tónskáld, leikari, sirkuslistamaður, myndbandshöfundur og við fleiri listgreinar. Hún lauk BFA námi í leiklist frá NYU Tisch School of the Arts árið 2015 (Experimental Theatre Wing & Stonestreet Studios) og hefur síðan þá einkum starfað í New York við leiklist, tónlist og sirkuslistir. Hún hefur meðal annars komið fram hjá LaMaMa Etc, House of Yes, The PIT NYC (Peoples’ Improv Theatre), Park Avenue Armory, Triskelion Arts, NYC Fringe, Brooklyn Arts Exchange, The Bitter End og Rockwood Music Hall. Hún hefur séð um kóreógrafíu og verið meðal höfunda verka fyrir meðal annars Refinery 29, The Advocate, Fireball Films, Gizmodo og You Are So Lucky. Hún var um hríð hluti af Cirque du Nuit hópnum og Tactile Movement Collective. Rebecca hefur samið og framleitt þrjár margmiðlunar-dansleikhússýningar í fullri lengd, Chivas 18, Super-Like (NYC/Berlin) og Están Mirando. Hún hefur unnið við fjölda stuttmynda, og var tilnefnd sem leikkona til verðlauna á Hang Onto Your Shorts! Film Festival 2020 fyrir A Single Evening. Rebecca flutti til Íslands árið 2018, og hefur komið fram meðal annars á Reykjavík Pride, Pink Iceland og í We Will Rock You, þar sem hún var aðstoðardanshöfundur og dansstjóri. Hún hefur einnig kennt dans við ýmsa skóla í Reykjavík. Rebecca er einnig þekkt sem tónlistarmaður undir listanafnsnafninu Ondina. Hún leikur í Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu.

www.rebeccahidalgo.com
facebook.com/ondinathequeen
instagram.com/ondinathequeen

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími