/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kristjana Stefánsdóttir

Tónlistarmaður, Tónlistarstjóri
/

Kristjana Stefánsdóttir samdi tónlist fyrir sýningu Þjóðleikhússins Hvað sem þið viljið, og lék í sýningunni.

Kristjana Stefánsdóttir hefur verið leiðandi tónlistarkona í íslenskri jazztónlist um árabil og eru plötur hennar orðnar vel á annan tug. Hún hefur verið listamaður hjá Dimmu útgáfu í rúm 15 ár og hefur hljóðritað bæði í eigin nafni og í samstarfi við aðra, m.a. Stórsveit Reykjavíkur. Kristjana hefur reglulega samið og útsett tónlist fyrir leikhús auk þess að leika sjálf og taka þátt í að skapa sýningar frá grunni. Má þar nefna trúðasýningarnar Dauðasyndirnar og Jesús litli og barnasýningarnar Hamlet litli og Blái hnötturinn. Kristjana er margfaldur Grímuverðlaunahafi og hefur margsinnis verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími