LEG

LEG

Útskriftarsýning nemenda LHÍ
Athugið að aðgangur er ókeypis á sýninguna – miða verður hægt að panta þann x.x.
Frumsýning
21. maí
Svið
Kassinn

Í heimi þar sem peningar og partý, fegurð og frægð eru það eina sem skiptir máli er hin nítján ára Kata ólétt og í tilvistarkreppu


Söngleikurinn Leg eftir Hugleik Dagsson og Flís sem var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu haustið 2007 við miklar vinsældir verður útskriftarsýning leikaranema Listaháskóla Íslands 2025.
 

Leg gerist á Íslandi í framtíð sem eitt sinn var fjarlæg og dystópísk en á skuggalega vel við samtíma okkar. Segja má að framtíðarsýn Hugleiks hafi að mörgu leyti ræst, við sækjumst flest eftir ást og viðurkenningu á samfélagsmiðlum á meðan það verður sífellt flóknara að vera til í raunveruleikanum. Pressan um að líta óaðfinnanlega út, eiga fallegasta heimilið, flottustu vinnuna og skemmtilegustu vinina verður sífellt meiri.  En hvað af þessu skiptir raunverulegu máli? 

Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir kraftmiklum útskriftarhópi leikarabrautar Listaháskóla Íslands þar sem nýjasta kynslóð leikhúslistafólks tekst á við beitta þjóðfélagsádeilu Hugleiks Dagssonar með húmor og leikgleði að leiðarljósi. 

Útskriftarárgangur leikarabrautar LHÍ 2025 eru: Elva María Birgisdóttir, Helga Salvör Jónsdóttir, Hrafnhildur Ingadóttir, Ingi Þór Þórhallsson, Katla Þórudóttir Njálsdóttir, Kristinn Óli Sigrúnarson Haraldsson, Mímir Bjarki Pálmason, Sólbjört Sigurðardóttir og Stefán Kári Ottósson. Einnig útskrifast Salka Gústafsdóttir en lokaverkefni hennar er Stormur sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Sviðsmynd og búningar
Ljósahjönnun
Raddþjálfun og aðstoð við hljómsveit
Aðstoð við sviðsmynd og búninga
Sýningar- og verkefnastjóri
Umsjónarmaður
Fagstjróri leikarabrautar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími