/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Gréta Kristín Ómarsdóttir

/

(Í leyfi til 1.9.2023)

Gréta Kristín Ómarsdóttir (1990) er leikstjóri, dramatúrg og stundakennari fræða við Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist með B.A gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2016 og stundar nú meistaranám í leikstjórn við Listaháskólann í Helsinki. Áður stundaði hún nám í bókmenntafræði og kynjafræði við Háskóla Íslands.

Helstu leikstjórnarverkefni Grétu eru drag-óperan Die Schöne Müllerin (2020) e. Franz Shubert og Wilhelm Müller í Tjarnarbíó, Ókunnugur (2019) e. Grétu og Kára Viðarsson í Frystiklefanum Rifi; Bæng! (2019) e. Marius Von Mayenburg í Borgarleikhúsinu; Insomnia (2018) e. Amalie Olesen og Stertabendu í Þjóðleikhúsinu; Skúmaskot (2018) e. Sölku Guðmundsdóttur í Borgarleikhúsinu; og Stertabenda (2016) e. Marius von Mayenburg í Þjóðleikhúsinu.

Gréta hefur starfað sem dramatúrg við sýningarnar Ég dey (2019) e. Charlotte Böving og Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (2016) e. Edward Albee í Borgarleikhúsinu; Engillinn (2020) e. Þorvald Þorsteinsson, Atómsstöðin – Endurlit (2019) e. Gott fólk (2017) e. Val Grettisson og Símon Birgisson, Óvin fólksins (2017) e. Henrik Ibsen í Þjóðleikhúsinu og Sporvagninn Girnd (2016) e. Tennesse Willams í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn.

Gréta fékk Gímuverðlaunin sem sproti ársins 2017. Hún var tilnefnd til Grímunnar sem leikstjóri ársins 2017 fyrir Stertabendu og aftur fyrir sýninguna Bæng! Árið 2019.

Gréta er listrænn stjórnandi Kjallarans og Loftsins, dramatúrg við Þjóðleikhúsið og leikstjóri Góðan daginn, faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu og Út að borða með Ester eftir Bjarna Jónsson á leikárinu 2021-2022.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími