Benedict Andrews leikstýrir Óresteiu í Þjóðleikhúsinu í vetur, en hann er jafnframt höfundur leikritsins, sem byggt er á þríleik Æskílosar.
Benedict Andrews hefur sett upp fjölda rómaðra og margverðlaunaðra sýninga í virtustu leikhúsum og óperuhúsum heims og gert tvær kvikmyndir í fullri lengd. Hann hefur jafnframt samið leikrit og sent frá sér ljóðabók. Benedict hefur meðal annars sett á svið leiksýningar hjá Young Vic, Donmar Warehouse, STC, St Ann’s Warehouse og Schaubühne Berlin, og leikstýrt óperum hjá Dutch National Opera, English National Opera, Komische Oper Berlin og Bayerische Staatsoper. Hann hefur leikstýrt heimsfrægu listafólki á borð við Cate Blanchett, Gillian Anderson, Nina Hoss, Adeel Akhtar, Vanessa Kirby og Isabelle Huppert.
Benedict fæddist í Ástralíu árið 1972 og starfar víða um heim, en er nú búsettur á Íslandi og er íslenskur ríkisborgari. Fyrri uppfærslur hans við Þjóðleikhúsið, Ellen B., Ex, Lér konungur og Macbeth, hlutu fjölda Grímuverðlauna, m.a. sem leiksýning ársins, auk þess sem Benedict var valinn leikstjóri ársins fyrir Ellen B. og Lé konung.
Nýjasta sviðsetning og leikgerð Benedicts Andrews af The Cherry Orchard eftir Tsjekhov hjá Donmar Warehouse árið 2024 í London og St Ann’s Warehouse árið 2025 í New York hefur hlotið mikið lof. Meðal annarra rómaðra sýninga hans eru Cat on a Hot Tin Roof hjá Young Vic og síðar Apollo Theatre á West End í London, A Streetcar Named Desire hjá Young Vic og síðar St Ann’s Warehouse í New York, The Maids hjá Sydney Theatre Company og Lincoln Center Festival, Three Sisters hjá Young Vic, Groß und Klein hjá Sydney Theatre Company og á leikferð um Evrópu, War of the Roses, átta tíma leikgerð af verkum Shakespeares, The City, The Season at Sarsaparilla, Julius Caesar, Far Away, Endgame, Life is a Dream, Old Masters, Three Sisters, La Dispute, Mr Kolpert, Attempts on Her Life og Fireface hjá Sydney Theatre Company. Meðal sýninga hans hjá Schaubühne am Lehniner Platz í Berlín eru Cleansed, Saved, A Streetcar Named Desire, The Dog, the Night, the Knife, Drunk Enough to Say I Love You, Stoning Mary, The Ugly One og Blackbird. Hjá Belvoir Street leikhúsinu í Sydney leikstýrði Benedict The Seagull, Who’s Afraid of Virginia Woolf?, The Chairs, A Midsummer’s Night Dream, The Threepenny Opera og Measure for Measure. Meðal annarra leikstjórnarverkefna Benedicts eru Moving Target (Malthouse/Adelaide Festival/Sydney Opera House), Eldorado (Malthouse), Ur/Faust (Weimar 99/Adelaide Festival), Closer (State Theatre South Australia), A Dream Play og Mojo (Brink Productions) og Wounds to the Face og Storm from Paradise (Blueprint). Benedict leikstýrði hér Ellen B. og Ex eftir Marius von Mayenburg, en hann hafði áður leikstýrt fimm leikritum eftir hann í leikhúsum í Ástralíu og við Schaubühne-leikhúsið í Berlín, Feuergesicht, Eldorado, Der Hund, die Nacht und das Messer, Der Häßliche og Freie Sicht / Moving Target sem þeir sömdu í sameiningu.
Frumraun Benedicts sem kvikmyndaleikstjóra, kvikmyndin Una, sem byggð er á leikriti David Harrowers Blackbird, skartar Rooney Mara og Ben Mendelsohn í aðalhlutverkum, og var frumsýnd á Telluride kvikmyndahátíðinni árið 2016. Önnur kvikmynd hans, Seberg, var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2019. Í hlutverki Jean Seberg er Kristen Stewart. Kvikmyndir Benedicts hafa verið sýndar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víða um heim.
Benedict hefur leikstýrt rómuðum uppfærslum á óperum víða um heim. Má þar nefna Pique Dame eftir Tschaikowski og Così fan tutte eftir Mozart hjá Bayerisches Staatsoper, Medea eftir Reimann í Komische Oper, Fiery Angel eftir Prokofiev í Komische Oper og Opera de Lyon, Stiffelio eftir Verdi í Frankfurt, La Bohème eftir Puccini hjá Hollensku þjóðaróperunni og ENO, Caligula eftir Detlev Glanert hjá ENO og Teatro Colón í Buenos Aires, Macbeth eftir Verdi í Konunglegu dönsku óperunni og Óperu Valencia, Le Nozze di Figaro eftir Mozart hjá Óperuhúsinu í Sydney og The Return of Ulysses eftir Monteverdi hjá ENO / Young Vic.
Benedict hefur m.a. hlotið Critics Circle-verðlaunin, Sydney Theatre-verðlaunin, Green Room-verðlaunin og Helpmann-verðlaunin þrívegis.