08. Jan. 2019

Metaðsókn í Þjóðleikhúsið

Leiksýningar Þjóðleikhússins gengu einstaklega vel á liðnu ári, og hefur fjöldi gesta í Þjóðleikhúsinu ekki verið meiri í 40 ár. Alls sáu rétt tæplega 118.000 manns sýningar leikhússins. 36 sýningar af ólíku tagi voru á fjölunum, en þar af voru 9 sýningar fyrir börn og unglinga.

Framboð á leiksýningum fyrir börn og unglinga var sérlega gott, og alls voru gestir á barna- og fjölskyldusýningum um 44.000. Líkt og venja hefur verið síðustu ár bauð leikhúsið leikskólabörnum af höfuðborgarsvæðinu á sýningar, auk þess sem barnasýningarnar Oddur og Siggi og Brúðukistan voru sýndar á ríflega þrjátíu stöðum um allt land. Það er stefna Þjóðleikhússins að kynna sem flestum börnum töfraveröld leikhússins, óháð búsetu og efnahag.

Aðsóknarmestu sýningar ársins á Stóra sviðinu voru söngleikurinn Slá í gegn og fjölskyldusýningin Ronja ræningjadóttir, en í Kassanum sótti fjöldi gesta hina rómuðu sýningu á Föðurnum. Rekstur leikhússins hefur einnig verið með miklum ágætum undanfarin ár og er þetta fjórða árið í röð sem rekstrarafkoma leikhússins er jákvæð.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími