Harpa Rún Kristjánsdóttir starfar við sauðfjárbúskap og bókaútgáfu. Hún lauk BA- prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MA-prófi 2018 og hefur fengist við kennslu þar og víðar. Hún er einn þriggja höfunda Eddu sem Þjóðleikhúsið sýnir í vetur og þýddi hér Rómeó og Júlíu ásamt Jóni Magnúsi Arnarssyni. Harpa Rún hefur starfað við ritstörf, ritstjórn og útgáfu frá árinu 2015, birt fræðigreinar og ýmsa pistla fyrir sjónvarp og útvarp. Hún tók þátt í samskotaverkinu Einangrun með Lakehouse hópnum árið 2021. Fyrsta ljóðabók hennar, Edda, hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019. Síðan hefur hún gefið út skáldsögu, ljóðabók og barnabók auk þýðinga á skáldsögum, barna- og fræðibókum. Ljóð hennar hafa birst í tímaritum og í tengslum við ýmis listræn verkefni og verið þýdd á ensku, frönsku, þýsku og persnesku.
Starfsfólk Þjóðleikhússins