Þær Kristín, Hildur, Anna, María og Karen hafa á síðustu árum slegið í gegn sem uppistandshópurinn Bara Góðar og snúa nú aftur með glænýja sýningu.
Fjölbreyttar og heiðarlegar frásagnir um hvernig er að lifa og hrærast í íslensku nútímasamfélagi.
Hvernig er að vera 57 ára og allt í einu byrja að fá gjafir úr Eirberg í staðinn fyrir gin flöskur?
Hvernig er að vera 27 ára og pabbi þinn elskar Tesluna sína meira en þig? Hvernig er að vera 45 ára og láta barnið sitt kenna sér á tinder?
Umsagnir:
“Þið voruð ekki bara góðar, þið voruð algjörlega geggjaðar, allavega fór ég heim með harðsperrur í maganum og maskarann niður á kinnar!” – Rut Ingólfsdóttir
“Ég hef aldrei hlegið jafn mikið á uppistandi. Þær voru allar frábærar. Náðu salnum algjörlega og með brandara sem hittu í mark. Einlægnin var allsráðandi þar sem þær sóttu allt efni í þeirra eigið líf. Gefur þessari sýningu aukna dýpt og tengingu.” – Valdimar Víðisson