Hádegisleikhúsið
Nærandi leikhús í hádeginu

Hví ekki að njóta með vinum eða vinnufélögum?

Nýtt Hádegisleikhús hefur nú tekið til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara. Þar sjá gestir sýningu á nýju íslensku leikriti um leið og þeir snæða léttan Í Hádegisleikhúsinu verða frumsýnd fjögur ný íslensk verk sem valin voru úr innsendu efni í handritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið hélt í samstarfi við RÚV. Húsið opnar kl. 11.30 og matur er borinn fram á bilinu 11.45-12.10. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu!

Höfundar verkanna í Hádegisleikhúsinu eru Bjarni Jónsson, Hildur Selma Sigurbjörnsdóttir, Jón Gnarr og Sólveig Eir Stewart.

 

Leikskáldin

Þjóðleikhúsið auglýsti árið 2020 eftir handritum og hugmyndum að styttri verkum fyrir hádegisleikhús og alls bárust 254 verk.

Þátttaka íslenskra leikskálda var gríðarleg en alls bárust 254 verk frá 194 höfundum. Fjögur verkefni hafa nú verið valin til sýninga. Verkin verða frumsýnd í hinu nýja Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins í Þjóðleikhúskjallaranum leikárið 2020-21 og í framhaldinu í Sunnudagsleikhúsi RÚV. Verkin sem voru valin eru eftir fjögur íslensk leikskáld, þau Bjarna Jónsson, Sólveigu Eir Stewart, Jón Gnarr og Hildi Selmu Sigbertsdóttur. Í dómnefndinni sátu þau Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Gréta Kristín Ómarsdóttir, Þorgerður E. Sigurðardóttir og Skarphéðinn Guðmundsson.

Hádegisleikhúsið er tilvalið fyrir starfsmannahópa, pör eða bara hvern sem er að eiga stefnumót í hádeginu í Kjallaranum okkar, snæða léttan hádegisverð og horfa á splunkunýtt íslenskt stuttverk.

Á meðfylgjandi mynd eru Hrafnhildur Hagalín dramatúrg, Sólveig Eir Stewart höfundur, Hildur Selma Sigbertsdóttir höfundur, Jón Gnarr höfundur og Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími