21. Nóv. 2025

Einn fremsti danshöfundur Evrópu í hópi listrænna stjórnenda Ormstungu

Liam Steel

Danshöfundurinn Liam Steel er einn þeirra listrænu stjórnenda sem vinnu  nú af af kappi við sviðsetningu Ormstungu. Liam hefur getið sér gott orð sem einn fremsti „kóreógrafer“ Evrópu. Hann hefur um árabil starfað jöfnum höndum í leikhúsi, óperum og kvikmyndum víða um heim og vakið verðskuldaða eftirtekt.

Liam var danshöfundar í verðlaunaðri kvikmyndaútgáfu söngleiksins Les Misérables em var enn ein rós í hnappagatið. Liam hefur m.a. unnið fyrir Manchester Royal Exchange, The Royal Shakespeare Company og Breska Þjóðleikhúsið. Það er sannarlega heilmikill hvalreki fyrir Þjóðleikhúsið og ekki síður leikhúsunnendur að fá slíkan stórlax í okkar lið. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn.

Nánar um Ormstungu


Í nýlegu viðtali lét Liam hafa það eftir sér að hann sæktist í að láta reyna á sig og jafnvel hræðast aðeins. „Um leið og mér líður of þægilega þá finnst mér kominn tími til að hrista almennilega upp í sjálfum mér.“

Sjá ferilskrá

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími