09. Sep. 2025

Kennaraklúbbur Þjóðleikhússins

Í gær fór fram fyrsta kennarakvöld leikársins í Þjóðleikhúsinu!

Í vor setti Þjóðleikhúsið af stað Kennaraklúbb fyrir alla kennara þvert á skólastig.

Markmið klúbbins er að auka samband og efla samskipti leikhússins við skólastofnanir landsins.

Meðlimir kennaraklúbbs leikhússins fá m.a.

  • Send fréttabréf um starfsemina að hausti og í byrjun vorannar
  • Aðgang að fræðsluefni
  • Boð á kennarakvöld í Þjóðleikhúsinu á haustönn og á vorönn.

Á kennarakvöldum kynnast meðlimir starfsemi hússins, fá nánari upplýsingar um þjónustu í boði fyrir ólík skólastig, heyra á erindi frá mismunandi listamönnum hússins, sem og taka þátt í gagnvirku samtali um bætta og betri þjónustu.

Nánar hér!

Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími