María Thelma Smáradóttir útskrifaðist af leikarabraut LHÍ 2016. Hún leikur í Eddu og Frosti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hefur leikið í Þjóðleikhúsinu í Íslandsklukkunni, Ég get, Risaeðlunum, Meistaranum og Margarítu og Velkomin heim sem hún skrifaði ásamt öðrum. Hún lék í sjónvarsþáttaröðunum Aftureldingu, Ófærð og Föngum og fór með eitt aðalhlutverkanna í gamanþáttunum Hver drap Friðrik Dór. Hún fór með annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Arctic. Hún lék m.a. í stuttmyndunum Forget You og Ég. María Thelma var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni og í flokknum Sproti ársins fyrir Velkomin heim.
Starfsfólk Þjóðleikhússins