
Leyndarmál
Viltu vita leyndarmál?
Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur hefur vakið mikla athygli fyrir listrænt starf með ungu fólki á undanförnum árum, innan lands sem utan, m.a. í verkefnum á borð við Teenage Songbook of Love and sex, Hlustunarpartý og GRRRRRLS. Nú er komið að frumsýningu á nýju verki sem hún hefur unnið að ásamt stórum hópi ungs fólks í Reykjavík og Leeds í Bretlandi.
Hópurinn hefur fengið send yfir 1000 leyndarmál frá unglingum sem nú verða opinberuð í gegnum frumsamda tónlist, leiki og texta. Það verður líka farið í leiki einsog „aldrei hef ég aldrei“ svo verið við öllu búin!
Samstarfsverkefni Ásrúnar Magnúsdóttur, Þjóðleikhússins, Transform Festival í Leeds og Reykjavík Dance Festival, með stuðningi frá Barnamenningarsjóði .

Leikarar
Listrænir stjórnendur
„Ég tók þrjá veikindadaga í skólanum en ég var ekki veik.“
„Vinkona mín póstaði óvart dýraklámi.“
„Ég er hræddur um að enginn muni elska mig.“
„Ég svaf hjá frænku minni.