Working together for a green, competitive and inclusive Europe
Nú í júní verður haldin pólsk menningarhátíð í samstarfi Þjóðleikhússins og Teatr im Stefan Żeromski leikhússins í Kielce í Póllandi. Sýnd verður ein af mögnuðustu leiksýningum Stefan Żeromski leikhússins á Stóra sviði Þjóðleikhússins, haldin verður opin vinnustofa um þær aðferðir sviðslistanna sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu og Paweł Sablik dramatúrg heldur fyrirlestur um pólskan þjóðararf og birtingarmyndir hans í pólsku leikhúsi.
Þjóðleikhúsið er nú þátttakandi í tveimur verkefnum með Teatr im Stefan Żeromski leikhúsinu í Kielce, Póllandi. Fyrra verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði EES. Verkefnið er stórt og snýr að enduruppbyggingu leikhússins í Kielce, endurmenntun starfsfólks og tilraunum til að ná til stærri áhorfendahópa, bæði á Íslandi og í Póllandi. Á vegum þessa verkefnis er sýning á verkinu Gróskan í Grasinu sem fram fer á stóra sviði Þjóðleikhússins nú 9. júní.
Árið 2022 kom hópur af listamönnum og starfsfólki frá Teatr im Stefan Żeromski í heimsókn í Þjóðleikhúsið og sóttu þar vinnustofur og fundi. Einnig var þá fluttur sviðsettur leiklestur á bókinni Munaðarleysingjahælinu eftir úkraínska höfundinn Serhij Zadhan. Jafnframt mun Þjóðleikhúsið halda utan til Kielce í mars 2024 með sýningu og sækja þar fleiri vinnustofur og fundi.
Kultura inspirująca
Þjóðleikhúsið tekur á móti leikhópi, lista- og fræðimönnum Teatr im. Stefan Żeromski vegna verkefnisins Kultura inspirująca sem unnið er í samstarfi við ráðuneyti menningar- og þjóðmála og sendiherra Póllands á Íslandi. Verkefnið hefur það að markmiði að kynna pólska menningu og menningararf utan Póllands. Á vegum þessa verkefnis verða, nú í júni, fyrirlestrar og vinnustofur um pólskan menningararf. Haustið 2024 verða auk þess haldnar málstofur og fyrirlestrar og sýning á stóra sviði Þjóðleikhússins á Widnokrąg eftir Wiesław Myśliwsk.
9. júní kl. 19:00
Gróskan í grasinu
Gestasýning frá Póllandi, Gróskan í grasinu (Wiosenna bujność traw).
Samstarfsleikhús Þjóðleikhússins í Póllandi, Stefan Żeromski leikhúsið, færir okkur eina af sínum mögnuðustu leiksýningum, Gróskan í grasinu (Wiosenna bujność traw).
Gestaleikurinn er hluti af viðamiklu listrænu samstarfi Þjóðleikhússins og Stefan Żeromski leikhússins í Kielce í Póllandi.
Gróskan í grasinu (Wiosenna bujność traw) er einstaklega áhrifamikil sýning sem hefur hlotið mikið lof, og fjallar um ástina í ýmsum myndum, óendurgoldna ást, fyrstu ástina, ástarþrána… Sýningin er innblásin af Splendor in the Grass, sígildri kvikmynd eftir Elia Kazan, en titillinn er fenginn úr ljóði eftir
William Wordsworth.
Leikið verður á pólsku, en sýningin verður textuð.
Kaupa miða Nánar10. júní kl. 12:00 – 15:00
Opin vinnustofa – Þjóðleikhúsið
Opin vinnustofa um þær aðferðir sviðslistanna – dans, söng og hreyfingu – sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu.
Leikararnir Joanna Kasperek og Dawid Żłobiński leiða vinnustofuna ásamt Pawel Sablik.
Athugið, vinnustofan fer fram á ensku.
Hámarks fjöldi þátttakenda 15 – 20.
Skráning Nánar