/
Græn stefna Þjóðleikhússins

Græn stefna Þjóðleikhússins

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á umhverfisvernd og loftslagsmál í starfsemi sinni og hefur markað sér græna stefnu sem felst í því að minnka kolefnisspor leikhússins.

Tekið skal tillit til allra þátta og sjálfbærni, umhverfi, friður, jafnvægi og samkomulag haft að leiðarljósi. Á þann hátt leggur leikhúsið sitt af mörkum í þágu komandi kynslóða.

Þjóðleikhúsið vill með nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu minnka kolefnisspor sitt og efla meðvitund og gagnrýna hugsun starfsfólks og sýningargesta varðandi náttúruna og umhverfið, með það að leiðarljósi að sporna við loftlagsbreytingum af mannavöldum. Hin nýja stefna tekur til allrar starfsemi leikhússins og undir hana falla innkaup, vinnuumhverfi, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs.

Af þeim sökum er Þjóðleikhúsblaðið nú prentað í mun minna upplagi en áður á sama tíma og tryggt er að allir áhugasamir geti fengið blaðið á því formi sem þeir kjósa. Á leikhusid.is er hægt að óska eftir að fá blaðið sent rafrænt eða í pósti, viðtakanda að kostnaðarlausu. Jafnframt er öll prentun okkar með umhverfisvænum hætti og Svansvottuð. 

Hér getur þú óskað eftir að fá blaðið sent rafrænt eða í pósti.

Panta Þjóðleikhúsblaðið
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími