23. Nóv. 2024

Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins

Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Yerma.  Leiftrandi, áleitið og átakanlegt nútímaverk sem hefur slegið rækilega í gegn. Leikritið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 sem gerist í spænsku sveitasamfélagi. Höfundur leikritsins, hinn heimsþekkti leikhúsmaður Simon Stone, flytur atburðarásina inn í borgarsamfélag samtímans og frumkraftarnir í verkinu birtast okkur í nýju ljósi.

Á myndina vantar Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, leikkonu

Kaupa miða

Leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson leiðir hér saman einstaklega sterkan hóp leikara í fádæma kraftmiklu verki. Það er óhætt að lofa magnaðri kvöldstund.

Leikarar: Nína Dögg Filuppusdóttir, Björn Thors, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Vala Kristín Eiríksdóttir.

Yerma verður frumsýnd á annan dag jóla á Stóra sviðinu.

Hún er kona í blóma lífsins, sjálfsörugg og opinská, eldklár, ákveðin og óhefluð. Henni gengur vel í starfi sínu og er að flytja inn í nýtt hús með manninum sem hún elskar. Það er bara eitt sem vantar – barn. Kærastinn er til í það, og það er ekki eftir neinu að bíða! En það sem virðist svo eðlilegur hluti af lífinu reynist ekki sjálfsagt. Eftir því sem biðin lengist virðist einhver ofursterkur kraftur ná sífellt öflugri tökum á henni. Löngun verður að þrá, þráin að þráhyggju og smám saman missir hún tökin. Hvernig bregst kona við ef lífið verður ekki við hennar heitustu bón?

 

Höfundur
Simon Stone

Leikstjórn
Gísli Örn Garðarsson

Leikmynd
Börkur Jónsson

Búningar
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Gulli Briem

Hljóðhönnun
Brett Smith

Þýðing
Júlía Margrét Einarsdóttir

Sýningarstjórn
Elín Smáradóttir

Framleiðslustjórn
Máni Huginsson

Starfsnemi (LHÍ)
Hafsteinn Níelsson

Leikmunir, yfirumsjón
Ásta S. Jónsdóttir

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími