12. Apr. 2022

VR performance in English

(Á íslensku neðar)

Hliðstætt fólk (Parallel People) by theatre group Huldufugl premiered at Loftið in the National Theatre on April 7th. This is the first time that the National Theatre hosts a show that takes place within virtual reality. Five audience members at a time can experience the performance, wearing VR headsets and headphones.

The show is about 40 minutes long and can take place in either Icelandic or English. Two special performances in English have been added on Wednesday 20 April.

Parallel People is a show about trust and information flow, about making your own choices when presented with an onslaught of competing opinions and instructions – and is affected by whomever experiences it. Although the starting point of the show is always the same, the storyline can be led in different directions leading to multiple endings. The audience will need to make decisions based on the information they receive and the influence of others, resulting in an unusual and fun experience.

Sýndarveruleikasýning á ensku.

Verkið Hliðstætt fólk eftir leikhópinn Huldufugl var frumsýnt á Loftinu í Þjóðleikhúsinu 7. apríl síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem að leikverk innan sýndarveruleika fer fram í Þjóðleikhúsinu, en sýningin er eingöngu fyrir 5 áhorfendur í einu sem fá allir sýndarveruleikagleraugu og heyrnartól til að upplifa verkið.

Sýningin er um 40 mínútur að lengd og geta áhorfendur valið hvort það fari fram á íslensku eða ensku. Þann 20. apríl munu 2 sýningar fara fram eingöngu á ensku.

Hliðstætt fólk tekst á við spurningar um traust og upplýsingaflæði, en sýningin sjálf breytist eftir því hverjir það eru sem upplifa hana hverju sinni. Þó rammi verksins sé ávallt hinn sami, þá getur sýningin endað á mismunandi vegu. Áhorfendur þurfa að taka ákvarðanir byggðar á þeim upplýsingum sem þeir fá í sýningunni, og þær ákvarðanir hafa áhrif á framvindu verksins. Því geta áhorfendur átt von á óvenjulegri og skemmtilegri upplifun. 

Kaupa miða / Tickets
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími