Hliðstætt fólk

Hliðstætt fólk

Raunveruleikaflótti inn í stafrænan heim
Frumsýnt 7. apríl
Svið
Loftið
Verð
3.900

Sýndarveruleika upplifun á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn.

Hliðstætt fólk er gagnvirk sýndarveruleikasýning í léttum dúr eftir Huldufugl. Sýningin er byggð á verkinu Kassinn / A Box In The Desert, sem fór sigurför um heiminn. Hér fá fimm áhorfendur í einu tækifæri til að ákvarða eigin upplifun gegn straumi andstæðra radda – eða vinna saman og taka ákvarðanir í sameiningu.

Sýningin fer að öllu leyti fram í sýndarveruleika með Oculus Quest höfuðtólum. Áhorfendur standa á meðan sýningin fer fram og geta hreyft sig, talað og notað hendurnar til að grípa hluti innan sýndarveruleikans. Hægt er að nota flest gleraugu undir höfuðtólunum, en áhorfendur þurfa að fjarlægja hvers kyns höfuðföt. Mælt er með að áhorfendur komi í fatnaði sem er gott að hreyfa sig í og þægilegum skóm.

 

 

Dag einn vaknarðu og áttar þig á því að þú kemst ekki út úr gagnsæjum kassa stöddum í fjandsamlegu, hrjóstrugu landslagi. Eftir að hafa aðlagast þínu nýja umhverfi í stutta stund hittirðu fyrir fleiri aðila.

Í fyrsta lagi er þarna vörður, sem vill passa upp á öryggi þitt inni í kassanum og lofar að sýna þér undur og stórmerki. Svo eru aðrir – einstaklingar fastir í kössum eins og þú – en sumir þeirra haga sér einkennilega. Að lokum er þessi undarlega rödd í höfðinu á þér.

Öll eru þau að tala og hegða sér á skjön við hvert annað – svo hverjum trúirðu, og hvaða ákvarðanir tekur þú?

Sýningin er um 35-40 mínútur að lengd.

Vinsamlegast mætið 10 mínútum áður en sýning hefst svo hægt sé að setja upp sýndarveruleika búnaðinn þannig að sýningin geti hafist á réttum tíma. Áhorfendum sem koma seint verður ekki hleypt inn á sýninguna.

Aldurstakmark er 16 ára.

Sýningin fékk styrk atvinnuleikhópa og hlaut listamannalaun árið 2020.

 

 

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Listrænn stjórnandi / forritun / sviðssetning / lýsing / hljóðhönnun
Owen Hindley

Leikkona / framleiðandi / aðstoðarleikstjóri
Nanna Gunnars

Leikari /aðstoðarleikstjóri / textasmíð
Ástþór Ágústsson

Frásagnarhönnun / samskiptaforritun / sviðssetning
Torfi Ásgeirsson

Frásagnarhönnun / textasmíð
Steingerður Lóa Gunnarsdóttir

Tónskáld / hljóðhönnun
Íris Thorarins

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími