18. Mar. 2025

Þjóðleikhúsið býður skólabörnum á Orra óstöðvandi

Næstu vikurnar munu þúsundir skólabarna á miðstigi heimsækja Þjóðleikhúsið og sjá glænýja leiksýningu um Orra óstöðvandi og bestu vinkonu hans, Möggu Messi.

Þjóðleikhúsið hefur um árabil boðið börnum á flestum skólastigum að upplifa töfra leikhússins, en í kjölfar sýninganna í Þjóðleikhúsinu, halda Orri og Magga í leikferð um landið og sýna víða um land.

Fyrstu gestirnir mættu í dag og það er óhætt að segja að það hafi verið alveg dúndurstemming. Sýningin er byggð geysivinsælum bókum eftir Bjarna Fritzson. Orri er ungur drengur sem breytir sér í ofurhetjuútgáfuna af sjálfum sér, Orra óstöðvandi, þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti að halda. Orri og Magga lenda í alls konar ævintýrum, hversdagslegum jafnt sem ótrúlegum, og eru uppátækjum þeirra engin takmörk sett.

Tónlist við sýninguna er komin út

Jói P. og Króli hafa samið tónlistina við Orra óstöðvandi og nú eru fjögur lög úr sýningunni orðin aðgengileg á Spotify!
Hlusta hér

Höfundur bókar

Bjarni Fritzson

Leikstjórn og leikgerð

Vala Fannell

Tónlist

JóiPé (Jóhannes Damian R. Patreksson), Króli (Kristinn Óli S. Haraldsson)

Tónlistarstjórn

JóiPé (Jóhannes Damian R. Patreksson)

Leikmynd

Hildur Evlalía Unnarsdóttir

Búningar

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Lýsing

Ýmir Ólafsson

Hljóðhönnun

Brett Smith

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími