Þjóðleikhúsblaðið er komið!
Þjóðleikhúsblaðið er komið út. Stútfullt blað af allskonar spennandi fróðleik. Hægt er að lesa sér til um allar sýningar vetrarins auk allra handa fróðleiks um starfsemi Þjóðleikhússins, svo sem fræðslustarf og fleira. Í blaðinu er einnig að finna skemmtilegt viðtal við Unu Torfadóttur sem er annar höfunda nýja söngleiksins, Stormur sem verður frumsýndur eftir áramót.
Njótið lestursins og gleðilegt nýtt leikár.