11. Feb. 2021

Sýningar á Kópavogskróniku hefjast á nýjan leik

Þjóðleikhúsið hóf fyrir skemmstu sýningar á nýjan leik eftir nær fjögurra mánaða hlé. Kardemommubærinn og Vertu úlfur skipta nú með sér Stóra sviðinu og fullt er á allar sýningar. Nú er komið að því að Kópavogskrónika hefja göngu sína á nýjan leik í Kassanum en verkið var eitt þeirra sem sýnt var fyrir fullu húsi þegar samkomubannið skall á. Líkt og með aðrar sýningar verður mikil áhersla lögð á að koma þeim sem þegar eiga miða á nýjum sýningardögum, en auk þess hefur verið bætt við aukasýningum þar sem lausir miðar eru í boði.

Ilmur Kristjánsdóttir og Silja Hauksóttir

Ilmur og Silja leggja nú upp í þriðja sinn með Kópavogskróniku.fyrir á nýjum sýningardögum, en auk þess hefur verið bætt við aukasýningum þar sem lausir miðar eru í boði.

Allt er þegar þrennt er segir máltækið
Upphaflega stóð til að frumsýna Kópavogskróniku í mars fyrir tæpu ári síðan. Daginn sem leikritið var fullæft og leikarar, tæknifólk og listrænir stjórnendur voru að gera sig klár fyrir lokaæfingu var sett á samkombann á Íslandi. Hálfu ári síðar, í september síðastliðnum náðist loks að frumsýna verkið. Adam var þó ekki lengi í Kópavogi því aftur var sett á samkombann. Nú verður sýningin sett af stað í þriðja sinn og það er von okkar að nú að nú fái hún að rúlla án frekari truflana.

Einstæð móðir dvelur langdvölum í bænum sem átti að vera slys
Kópavogskrónika fjallar um unga, einstæða móður sem í kjölfar ástarsorgar dvelst langdvölum í Kópavogi, – bæ sem sagt er að sé slys og hefði aldrei átt að verða til! Ilmur Kristjánsdóttir og Silja auksdóttir skapa ögrandi og skemmtilega leiksýningu upp úr skáldsögu Kamillu Einarsdóttur, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2018.
Kópavogskrónika er hispurslaus ástarsaga úr samtímanum en jafnframt opinskátt verk um samband móður og dóttur. Móðir talar til dóttur sinnar, gerir upp fortíðina og dregur ekkert undan í lýsingum á hömluleysi í drykkju, neyslu og samskiptum við karlmenn. Frásögnin er í senn kjaftfor, hjartaskerandi, kaldhæðin, fyndin og frelsandi.

„Þetta er ekki ég, og ekki mínar uppáferðir og fyllirí í þessari bók.“
“Fæst börn eru sérstaklega stolt yfir ríðiafrekum mæðra sinna. Ég get alveg skilið það. En elsku stelpa, þú verður nú að viðurkenna að listinn yfir bólfélaga mína er frekar tilkomumikill.” Skáldsagan hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina, verðlaun sem lestrarfélagið Krummi veitir fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum bókmenntum.

“Það eru alveg atriði sem passa en þetta er skáldskapur, ekki ævisaga. En ég á börn og hætti í menntaskóla til að vinna á strípibúllu, svona smáatriði sem passa. En þetta er ekki ég, og ekki mínar uppáferðir og fyllirí í þessari bók.“ Kamilla Einarsdóttir

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími