03. Apr. 2025

Sólmyrkvi. Nýtt lag eftir Unu Torfa úr söngleiknum Stormi loksins komið út

Loksins er komið nýtt lag úr söngleiknum Stormi. Það heitir Sólmyrkvi og er flutt af þeim Jakobi von Oosterhout og Kjartani Darra Kristjánssyni sem leika bræðurna Tomma og Davíð í söngleiknum.

Það hefur mikið verið spurt um þetta ákveðna lag enda stutt í gæsahúðina hjá leikhúsgestum sem hafa séð það flutt á Stóra sviðinu í einstaklega áhrifaríku atriði.

Á 75 ára afmæli Þjóðleikhússins, þann 20. apríl næstkomandi, verður svo öll tónlistin úr söngleiknum Stormi  aðgengileg á tónlistarveitum. Tónlistin er öll eftir Unu en Hafsteinn Þráinsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri í söngleiknum, á eitt laganna með henni.

Hlusta á Sólmyrkva

Stormur” var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu þann 6. mars s.l og er söngleikur sem fjallar á beinskeyttan hátt um ungt fólk á Íslandi í dag. Stórvinsæl lög Unu Torfa hljóma í bland við ný og grípandi lög og er „Sólmyrkvi” annað lagið úr söngleiknum sem kemur út og er flutt af Jakobi van Oosterhout, Kjartani Darra Kristjánssyni.

Kaupa miða á Storm

„Sólmyrkvi” er eitt af lögunum sem ég samdi sérstaklega fyrir Storm, söngleik okkar Unnar Aspar. Jakob og Kjartan Darri í hlutverkum bræðranna Tomma og Davíðs syngja þetta lag saman á einum af hápunktum verksins. Lagið fjallar um ótta og vonleysi og er samið frá sjónarhorni manneskju sem finnur ekki ljósið.„ – Una Torfa

„Stormur er söngleikur um vinahóp á tímamótum. Söngvaskáldið Elísabet ætlar að gefa út plötu og vinirnir skipuleggja útgáfutónleikana saman. En eftir því sem líður á sumarið verður lífið sífellt flóknara og myrkrið gerir vart við sig. Sögur af ást og sorg, ótta og kjarki fléttast saman og búa til skýra mynd af millibilsástandinu sem það er að vera nýútskrifaður úr menntaskóla, af ruglinu sem það er að vera manneskja.„ – Una Torfa

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími