08. Apr. 2020

Skilafrestur verka fyrir Hádegisleikhús á miðnætti!

Þjóðleikhúsið mun hleypa af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust með frumflutningi á fjórum nýjum íslenskum leikverkum í samstarfi við RÚV. Af því tilefni er auglýst eftir handritum eða ítarlegum hugmyndum að verkum sem eru 20-25 mínútur að lengd. Fjögur verkefni verða valin til þróunar og sýninga. Verkin verða frumsýnd í hinu nýja Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins í Þjóðleikhúskjallaranum leikárið 2020/21 og í framhaldinu í Sunnudagsleikhúsi RÚV.

Óskað er eftir tilbúnum handritum eða ítarlegum hugmyndum að leikverkum fyrir einn til þrjá leikara. Æskilegt er að verkið krefjist ekki flókinnar umgjarðar.

Tillögum skal fylgja:

  • Tilbúið handrit eða vel skilgreind hugmynd á 1-2 bls. og sýnishorni af leiktexta 2-3 bls.
  • Ferilskrá höfundar.

Fjögur verk verða valin til flutnings í nýju Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins sem starfrækt verður veturinn 2020-2021 og í Sunnudagsleikhúsi RÚV í kjölfarið. Greitt verður fyrir verkið á grundvelli samnings og samkvæmt samkomulagi við  Rithöfundasamband Íslands, en fyrir frumflutning í leikhúsinu verða greiddar 1.450.000 kr.og til viðbótar fyrir flutning í sjónvarpi, samtals 500.000 kr. Samtals 1.950.000 kr.

Fjögurra manna nefnd mun velja handritin en í henni sitja Hrafnhildur Hagalín, formaður, Ólafur Egill Egilsson, Skarphéðinn Guðmundsson og Þorgerður E. Sigurðardóttir.



Skilafrestur til miðnættis 15. maí 2020.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími