Salka Sól leitar að jólaskapinu í sumarfríinu
Salka Sól nýtur sumarsins um þessar mundir en hún sér fram á annasaman vetur en að minnsta kosti tvö spennandi verkefni bíða hennar í Þjóðleikhúsinu. Hún mun annars vegar semja tónlist ásamt Tómasi Jónssyni, við sýningu Gílsa Arnar Garðarssonar, Jólaboðið, sem sýnt frumsýnt verður í nóvember, en einnig verður hún stóru hlutverki í annarri uppsetningu sem kynnt verður síðar.
- Semur tónlist með Tómasi Jónssyni fyrir leiksýninguna Jólaboðið sem Gísli Örn leikstýrir og verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í nóvember
- Mun einnig fara með stórt hlutverk í stórsöngleiknum Sem á himni sem loksins verður sýndur á Íslandi
Jólaboðið er viðburðarík saga íslenskrar stórfjölskyldu í 100 ár sem við gægjumst reglulega inn til í stofu á aðfangadagskvöld. Sagan hefst árið 1914, Íslendingar eru byrjaðir að stunda togaraútgerð. Fyrri heimsstyrjöldin geisar, rafmagnið er að finna sér leið til landsmanna og spænska veikin er handan við hornið. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman hver jól og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig breyttum háttum og innbyrðis venjum.
Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök.
Meira um sýninguna