Prufur fyrir menntaða leikara 2026
Þjóðleikhúsið býður menntuðum leikurum að senda inn umsóknir og upptökur (rafrænar prufur). Prufurnar eru hugsaðar vegna verkefna á leikárinu 2026-2027. Leikarar af öllum kynjum og ólíkum uppruna eru hvattir til að senda inn prufur.
Skráning á umsóknum og innsending á prufugögnum fer fram í gegnum skráningarform á vefsíðu leikhússins. Senda skal inn gögn skv. nánari leiðbeiningum á vefnum, þ.e. upplýsingar um nám og feril, ljósmynd og stutt myndband með eintali og/eða söng (2 mínútur).
Völdum umsækjendum verður síðan boðið til nánara samtals í Þjóðleikhúsinu.
Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2026.
Senda inn prufu