11. Des. 2025

Prufur fyrir menntaða leikara 2026

Þjóðleikhúsið býður menntuðum leikurum að senda inn umsóknir og upptökur (rafrænar prufur). Prufurnar eru hugsaðar vegna verkefna á leikárinu 2026-2027. Leikarar af öllum kynjum og ólíkum uppruna eru hvattir til að senda inn prufur.

Skráning á umsóknum og innsending á prufugögnum fer fram í gegnum skráningarform á vefsíðu leikhússins. Senda skal inn gögn skv. nánari leiðbeiningum á vefnum, þ.e. upplýsingar um nám og feril, ljósmynd og stutt myndband með eintali og/eða söng (2 mínútur).

Völdum umsækjendum verður síðan boðið til nánara samtals í Þjóðleikhúsinu.

Umsóknarfrestur var til og með 18. janúar 2026.

 

Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími