Orri óstöðvandi á leikferð um landið
Reglulega býður Þjóðleikhúsið börnum á miðstigi barnaskóla í leikhús. Að þessu sinni er boðið upp á glænýja sýningu af Orra óstöðvandi, en hún byggir á geysivinsælum bókum Bjarna Fritzsonar um Orra og vinkonu hans Möggu Messi.
Ríflega átta þúsund börn heimsóttu Þjóðleikhúsið á síðustu vikum en núna eru aðstandendur sýningarinnar á faraldsfæti með sýninguna um allt land. Fjörugir krakkar á miðstigi eiga því von á góðu!
Dagskrá leikferðarinnar
- Þri. 8/4 – Stykkishólmur
- Mið. 9/4 – Hellissandur
- Mið. 23/4 – Reykjanesbær
- Fös. 25/4 – Selfoss
- Mán. 28/4 – Egilstaðir
- Þri. 29/4 – Eskifjörður
- Mið. 30/4 – Höfn í Hornafirði
- Fös. 2/5 Vík í Mýrdal
- Mán. 5/5 – Borgarnes
- Mið. 7/5 – Bíldudalur
- Fim. 8/5 – Ísafjörður
- Mið 21/5 – Húsavík
- Fim. 22/5 – Akureyri
- Fös 23/5 – Akureyri
Tónlistin í sýningunni er eftir þá félaga Jóhannes Damian R. Patreksson (JóPé) og Kristinn Óla S. Haraldsson (Króla). Fjögur lög hafa nú verið gefin út og eru þau aðgengileg á Spotify og öðrum tónlistarveitum.
Í þessum nýju lögum syngja og rappa leikarar sýningarinnar þau Almar Blær Sigurjónsson og Selma Rán Lima.
Hlusta á tónlistNánar um sýningu