07. Jan. 2026

Óresteia umræður og magnaðar viðtökur

Óresteia var frumsýnd á annan í jólum og er skemmst frá því að segja að sýningin hefur fengið hreint út sagt einstakar viðtökur, jafnt meðal áhorfenda og gagnrýnenda.

Þjóðleikhúsið býður upp á umræður eftir 6. sýningu verka og í gærkvöld var boðið upp á umræður að lokinni sýningu. Metþáttaka var í umræðunum af hálfu leikhúsgesta, sem létu sig ekki muna um að taka þátt í og fylgjast með umræðum fram yfir miðnætti enda skilur sýningin eftir margar brennandi spurningar. Melkorka Tekla Ólafsdóttir stýrði umræðum og auk leikhópsins tóku Benedict Andrews leikstjóri og höfundur, Elín Hansdóttir leikmyndarhöfundur og Bára Gísladóttir tónskáld þátt í fjörugum og áhugaverðum umræðum.

Sýningin er einstaklega krefjandi fyrir leikararana, bæði líkamlega og andlega og óhætt að segja að þau gefi allt sitt í sýninguna. Benedict Andrews og listræna teyminu hefur tekist að skapa ótrúlegt listaverk. Það er ítrekað hér að sýningin verður aðeins á fjölunum út febrúar. Þetta er sýning sem leikhúsunnendur vilja ekki missa af!

 

 

Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími