09. Apr. 2024

Óperan hundrað þúsund frumsýnd 3. maí

Leikhópurinn Svartur jakki setur nú upp kammeróperuna Óperuna hundrað þúsund í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Óperan er fjallar um molana sem hrynja af svignandi borðum, detta í gólfið og eru fljótlega ryksugaðir. Höfundar Óperunnar hundrað þúsund eru Þórunn Gréta Sigurðardóttir sem samdi tónlistina og Kristín Eiríksdóttir sem skrifaði librettóið eða óperutextann.

KAUPA

Þegar hirðbílstjórinn veikist neyðist drottningin til að taka leigubíl. Leigubílstjórinn finnur ekki höllina á GPS og er um  leið rekin – en drottningin getur samt ekki hætt að hugsa um hana. Hana langar að vita hvers vegna almenningur er svona niðurdrepandi og hvort hún getur komið til hjálpar. Kannski er til einhver meðferð eða mögulega aðgerð eða jafnvel áskorun.

Óperan er fjallar um molana sem hrynja af svignandi borðum, detta í gólfið og eru fljótlega ryksugaðir. Höfundar Óperunnar hundrað þúsund eru Þórunn Gréta Sigurðardóttir sem samdi tónlistina og Kristín Eiríksdóttir sem skrifaði librettóið eða óperutextann.

Þrjú hlutverk eru í Óperunni hundrað þúsund og eru öll sungin af Herdísi Önnu Jónasdóttur, sópran. Herdís Anna er ein af okkar reyndustu óperusöngkonum. Hún starfar jöfnum höndum erlendis og á Íslandi en söng síðast burðarhlutverk hér á landi þegar hún fór með hlutverk Violettu í uppfærslu Íslensku óperunnar á La traviata eftir Verdi. Hljóðfæraleik annast Katie Buckley hörpuleikari, Frank Aarnink slagverksleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari.

Leikstjóri er Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Guðný Hrund Sigurðardóttir hannar leikmynd og búninga og Friðþjófur Þorsteinsson hannar lýsingu. Framleiðandi er Valgerður G. Halldórsdóttir hjá Crescendo menningarstjórnun.

Óperan er sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og liggur uppfærslan á mörkum tilraunaleikhúss og gjörningalistar. Sýningin varir í um klukkustund en sýningarumgjörðin er afar óhefðbundin og miðaframboð því takmarkaðra en venjulega. Miðasala er hjá Þjóðleikhúsinu og á Tix.is.

Leikhópurinn Svartur jakki setti áður upp óperuna KOK eftir sömu höfunda og hlaut uppfærslan mikið lof, m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin og tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Það er gaman að geta þess að Kristín Eiríksdóttir var nýverið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

Uppfærslan á Óperunni hundrað þúsund er samstarfsverkefni Svarts jakka og Þjóðleikhússins og nýtur styrkja frá Sviðslistasjóði, Stórverkasjóði STEFs og Launasjóði listamanna.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími