21. Ágú. 2025

Nýtt þjóðleikhúsráð tekur til starfa

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð, en ráðið er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og skulu allar meiri háttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn kynntar fyrir ráðinu. Þjóðleikhúsráð vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemi Þjóðleikhússins. Stefna Þjóðleikhússins til þriggja ára og ársáætlun skulu lagðar fyrir þjóðleikhúsráð og ber ráðið ábyrgð á eftirliti með framkvæmd þeirra gagnvart ráðherra. Skipunartímabil ráðsins er til 30. júní 2030.

Þjóðleikhúsráð er þannig skipað:

  • Halldór Guðmundsson formaður, skipaður án tilnefningar,
  • Þóra Einarsdóttir varaformaður, tilnefnd af Klassís (fagfélagi klassískra söngvara á Íslandi)
  • Valgerður G. Halldórsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Kristinn Sigmundsson, skipaður án tilnefningar
  • Erling Jóhannesson, tilnefndur af SAFAS (fagfélögum innan Sviðslistasambands Íslands)
  • Katrín Gunnarsdóttir, tilnefnd af SAFAS
  • Vigdís Jakobsdóttir, tilnefnd af SAFAS

Varamenn í Þjóðleikhúsráði eru:

  • Jóna Finnsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Arnór Benónýsson, skipaður án tilnefningar
  • Nathalía Druzin Halldórsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Gissur Páll Gissurason, tilnefndur af Klassís
  • Arna Magnea Danks, tilnefnd af SAFAS
  • Hjálmar Hjálmarsson, tilnefndur af SAFAS
  • Helga Vala Helgadóttir, tilnefnd af SAFAS

Sjá nánar um þjóðleikhúsráð í 5. gr. laga nr. 165/2019 um sviðslistir, með breytingum 16. júlí 2025.

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími