01. Jan. 2026

Nýtt lag úr söngleiknum Ormstungu er komið út

Nýja árið er sprengt inn með látum í Þjóðleikhúsinu. Nýtt lag úr stórsöngleiknum Ormstungu er komið á tónlistarveitur. Lagið Kveðast á er flutt af þeim Jakobi van Oosterhout og Kristni Óla. S. Haraldssyni, en þeir fara með hlutverk Gunnlaugs Ormsstungu og Hrafns Önundarsonar í sýningunni. Höfundar söngleiksins er þeir Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson en Hafsteinn semur alla tónlist verksins auk þess sem Jóhannes Damian Petreksson kom einnig að þróun tónlistarinnar á seinni stigum verksins.

Hlusta á lagið

Ormstunga er glænýr og ferskur íslenskur söngleikur byggður á Gunnlaugs sögu ormstungu, sígildri sögu sem er í senn spennandi, fyndin og hjartnæm. Gunnlaugur Illugason, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra Þorsteinsdóttir mynda einn frægasta ástarþríhyrning fornbókmenntanna. Of lengi hafa örlögin hrjáð þau en nú fyrir framan áhorfendur fá þau loksins að gera upp sín mál. Gísli Örn er þekktur fyrir töfrandi sýningar og hér leiðir hann einstakan leikhóp en alls taka um 25 flytjendur þátt í sýningunni, leikarar og tónlistarfólk.

 

Kaupa miða

Verkið er skrifað í anda hins heimsfræga stórsöngleiks Hamilton, sem ruddi brautina fyrir kraftmikinn samruna sögulegra atburða og krassandi tónlistar.

Ormstunga er söngleikur fyrir unga sem aldna, með grípandi og fjölbreyttri tónlist.

Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími