Námskeið um Ormstungu í samstarfi við Endurmenntun

Söngleikurinn Ormstunga byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu og er eftir þá Hafstein Níelsson og Ólíver Þorsteinsson, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar.
Höfundarnir ná með glæsilegum hætti að vinna úr menningararfi okkar í nútímalegu og heillandi formi. Fjölmargir leikarar Þjóðleikhússins koma fram í þessari kraftmiklu sýningu sem margt af okkar færasta leikhúslistafólki tekur þátt í að skapa. Ormstunga er söngleikur fyrir unga sem aldna, með grípandi og fjölbreyttri tónlist.
Dagskrá námskeiðs:
Þriðjudagur 25. nóvember kl. 19:30 – 21:30: Torfi H. Tulinius fjallar um Gunnlaugs sögu Ormstungu í húsnæði Endurmenntunar, Dunhaga 7.
Þriðjudagur 2. desember kl. 19:30 – 21:30: Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson, fjalla um tilurð og þróunarferli söngleiksins og stöðu söngleikjasmíða á Íslandi í dag.
Mánudagur 5. janúar kl. 14:00 – 16:00: Heimsókn á æfingu í Þjóðleikhúsinu og umræður með Gísla Erni Garðarssyni, leikstjóra sýningarinnar.
Fimmtudagur 22. janúar kl. 20:00: Forsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Miði á forsýninguna er innifalinn í námskeiðsgjaldi.
Á námskeiðinu er fjallað um
- Gunnlaugs sögu ormstungu.
- Tilurð og þróunarferli söngleiksins og tengsl hans við Íslendingasöguna,
- Áherslur og tónlistarstíla, og stöðu söngleikjasmíða á Íslandi í dag.
- Æfingaferlið.
Ávinningur þinn
- Þú fræðist um Íslendingasöguna Gunnlaugs sögu ormstungu.
- Þú færð innsýn í söngleikjagerð á Íslandi, stefnur og strauma.
- Þú kynnist æfingaferli og starfinu í leikhúsinu.