Námskeið um Sölku og Ormstungu

Þjóðleikhúsið og Endurmenntun HÍ bjóða upp á fræðandi og skemmtileg námskeið í tengslum við leiksýningar.
Námskeið um söngleikinn Ormstungu er nú í fullum gangi, en Torfi H. Tulinius fræddi þátttakendur um Gunnlaugs sögu Ormstungu og höfundar söngleiksins, Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson, fjölluðu um tilurðs söngleiksins og söngleikjagerð á Íslandi. Í janúar munu þátttakendur koma í heimsókn á æfingu og loks á forsýningu á verkinu.
Námskeið í tengslum við sýningu Þjóðleikhússins og Landnámsseturs Íslands á Sölku verður haldið í mars. Á námskeiðinu fjallar Halldór Guðmundsson um skáldsöguna Sölku Völku. Unnur Ösp Stefánsdóttir segir frá tildrögum sýningarinnar og nálgun sinni við efniviðinn. Námskeiðinu lýkur með sýningu verksins í Landnámssetrinu í Borgarnesi, og eftir sýningu er boðið upp á umræður með Unni Ösp.
Námskeið um Sölku