03. Des. 2025

Námskeið um Sölku og Ormstungu

Þjóðleikhúsið og Endurmenntun HÍ bjóða upp á fræðandi og skemmtileg námskeið í tengslum við leiksýningar.

Námskeið um söngleikinn Ormstungu er nú í fullum gangi, en Torfi H. Tulinius fræddi þátttakendur um Gunnlaugs sögu Ormstungu og höfundar söngleiksins, Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson, fjölluðu um tilurðs söngleiksins og söngleikjagerð á Íslandi. Í janúar munu þátttakendur koma í heimsókn á æfingu og loks á forsýningu á verkinu.

Námskeið í tengslum við sýningu Þjóðleikhússins og Landnámsseturs Íslands á Sölku verður haldið í mars. Á námskeiðinu fjallar Halldór Guðmundsson um skáldsöguna Sölku Völku. Unnur Ösp Stefánsdóttir segir frá tildrögum sýningarinnar og nálgun sinni við efniviðinn. Námskeiðinu lýkur með sýningu verksins í Landnámssetrinu í Borgarnesi, og eftir sýningu er boðið upp á umræður með Unni Ösp.

Námskeið um Sölku

 

 

 

 

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími