06. Feb. 2025

Námskeið í tækni og sýningarstjórn

Baksviðs Magnús Geir Elísa Sif

Þjóðleikhúsið stendur fyrir tveimur námskeiðum helgina 15. – 16. mars. Annars vegar námskeiði í sýningarstjórnun og hins vegar í tæknivinnu (ljós og hljóð). Skráning á námskeiðin er hafin.

Hljóð- og ljósanámskeið er ætlað meðlimum áhugaleikhúsa og framhaldsskólaleikfélaga og þeirra sem vinna með ljós og/eða hljóð á öðrum vettvangi. Þáttakendur þurfa að hafa náð 16-17 ára aldri.

Námskeið í sýningarstjórnun hentar vel fyrir nefndarmeðlimi leikfélaga sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á verkefna- og sýningarstjórnun og efla færni sína í skipulagi, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun í lifandi sviðslistum.

Námskeiðin fara fram í Þjóðleikhúsinu og leiðbeinendur eru tæknimenn og sýningarstjórar Þjóðleikhússins.

Nánar / Skráning

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími