07. Apr. 2019

Málfundur um Jónsmessunæturdraum

Í Veröld – húsi Vigdísar í dag kl. 17:00

Samtal við leikhús er málfundaröð til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur þar sem atvinnuleikhúsfólk og fræðimenn koma saman og ræða uppsetningar á leikverkum sem eru í sýningu hjá leikhúsunum.

Að þessu sinni verður viðburðurinn tileinkaður Jónsmessunæturdraumi eftir breska leikskáldið William Shakespeare sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu.

Hvaða erindi á verkið við okkur í dag?
Hvernig nálgast leikstjóri uppsetningu verksins?
Hvernig vinnur þýðandinn úr textanum?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp í Veröld þann 8. apríl, kl. 17:00.

Í pallborði verða Hilmar Jónsson leikstjóri, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, Eva Signý Berger leikmyndahönnuður og Þórarinn Eldjárn þýðandi.

Ingibjörg Þórisdóttir dramatúrgur og doktorsnemi stýrir umræðum.

Samtal við leikhús: http://vigdis.hi.is/samtal_vid_leikhus/

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími