19. Feb. 2025

Leikritið Heim kemur út á bók

Nýtt leikrit eftir Hrafnhildi Hagalín, Heim, sem frumsýnt var í Kassanum 7. febrúar s.l. kemur nú út á bók í nýrri ritröð Þjóðleikhússins

Þjóðleikhúsið hefur hafið leikritaútgáfu með það að markmiði að gefa út valin ný íslensk leikrit. Heim eftir Hrafnhildi Hagalín er annað leikritið sem gefið er út í ritröðinni en það fyrsta var Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson. Leikritin eru til sölu í Leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins.

Heim er spennuþrungið og launfyndið fjölskyldudrama, beint úr íslenskum samtíma, um það sem kraumar undir niðri, það sem ekki er sagt, en einnig það sem hefði betur verið látið ósagt. Hrafnhildur Hagalín er eitt okkar virtasta leikskáld, en meðal fyrri verka hennar eru Ég er meistarinn, Hægan Elektra og Sek.

Námar um sýninguna

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími