04. Ágú. 2021

Lára og Ljónsi á svið Þjóðleikhússins

Birgitta Haukdal og Gói skrifa saman jólaleikrit um Láru og Ljónsa 

Birgittu Haukdal er margt til lista lagt. Eftir að hafa verið í sviðsljósinu í áraraðir sem ein helsta poppstjarna landsins eignaðist hún nýjan aðdáendahóp með sögum sínum um Láru og Ljónsa en alls hafa x bækur um þessa skemmtilegu vini komið út á undanförnum árum. Nú er komið að því að Lára og Ljónsi fari á svið í Þjóðleikhúsinu og hefur Birgitta ásamt Góa, skrifað nýtt leikrit sem verður frumsýnt fyrir næstu jól. Þar segir af jólaævintýrum Láru og Ljónsa.

Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?


Bækurnar um Láru njóta mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími