Guli dregillinn er ný leikritahátíð Þjóðleikhússins
Laugardaginn 26. apríl stendur Þjóðleikhúsið fyrir leikritahátíð sem hefur fengið heitið Guli dregillinn. Hátíðin er vettvangur leikskálda til þess að þróa verk sín og fá þau flutt í æfðum leiklestri fyrir framan áhorfendur. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Matthías Tryggvi Haraldsson sem jafnframt er einn af dramatúrgum Þjóðleikhússins.
Þrjú glæný og spennandi leikrit verða frumflutt en höfundar þeirra eru Kolfinna Nikulásdóttir, Friðgeir Einarsson og Hildur Selma Sigbertsdóttir. Í kjölfar leiklestranna fá gestir tækifæri til þess að ræða við höfunda og í lok dags er partí. Verkin eiga það sameiginlegt að þau vekja áhuga Þjóðleikhússins, segja hrífandi sögur og eiga mikilvægt erindi við leiksviðið.
Öll verkin verða lesin á sama deginum 26. apríl.
-
15:00: Kronplatz
-
17:00: Nýtt eldhús eftir máli
-
20:00: Töfrapilsið
Guli dregillinn er eitt af þeim verkefnum sem hleypt er af stokkunum í tilefni af 75 ára afmæli Þjóðleikhússins.
Nánar