Ekkert stoppar Stínu! 100. sýningin á Stóra sviðinu

Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir einleikinn Á rauðu ljósi í hundraðasta sinn næstkomandi laugardagskvöld, þann. 4. október. Fyrstu hugmyndir hennar voru að sýna verkið 1-2 sinnum til að brúa ákveðið bil þegar tökum sjónvarpsseríu var frestað. Nú, 99 sýningum seinna, færir Kristín Þóra sig upp á Stóra sviðið og þar er þegar orðið uppselt á næstu fimm og búið að bæta tveimur aukasýningum við.
Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur snert taug í fólki með sýnignunni sinni Á rauðu ljósi. Stína talar til okkar á bráðfyndinn hátt, en af einlægni og hispursleysi, um stress, streitu, seiglu, aumingjaskap og dugnað. Á rauðu ljósi er gamansýning um stressið sem fylgir því að vera manneskja. Verið hress, alltaf með stress, bless!