27. Mar. 2025

Anna Kristín Arngrímsdóttir leikkona jarðsungin

Útför Önnu Kristínar Arngrímsdóttur verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.

Anna Kristín Arngrímsdóttir (1948-2025) útskrifaðist úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1968 og réðist til Þjóðleikhússins sem leikkona árið 1973. Hún starfaði sem leikkona við Þjóðleikhúsið mestan hluta starfsævi sinnar, eða til ársins 2011, og lék hér fjölda hlutverka. Starfsfólk Þjóðleikhússins þakkar Önnu Kristínu fyrir framlag hennar til Þjóðleikhússins og íslenskrar leiklistar og sendir fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur.

Meðal hlutverka Önnu Kristínar í Þjóðleikhúsinu eru Regan í Lé konungi, Kassandra í Óresteiu, Jelena í Kæra Jelena, Írena í Mávinum, frú Bastían í Kardemommubænum og Sunneva í Tröllakirkju. Meðal annarra af þeim fjölda leiksýninga sem Anna Kristín lék í hér má nefna Heiður, Ímyndunarveikina, Með vífið í lúkunum, Amadeus, Vesalingana, Náttbólið, Stór og smár, Silfurtunglið, Oresteia Æskýlosar og Mávinn.

Af sýningum utan Þjóðleikhússins má nefna Master Class – María Callas hjá Íslensku óperunni og Ferjuna í Borgarleikhúsinu, en áður en Anna Kristín tók til starfa í Þjóðleikhúsinu lék hún meðal annars hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Skugga-Sveini, Hitabylgju og Kertaljósi. Anna Kristín leik einnig í fjölda útvarps-, kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, og var fyrsta leikhlutverk hennar að loknu námi í sjónvarpsleikritinu Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. Anna Kristín var tilnefnd til menningarverðlauna DV og hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist.

Hér má sjá ýmsar myndir frá leikferli Önnu Kristínar.

Ást Fedru (1993)

Ást Fedru (1993)

Gullna hliðið (1999)

Leiguhjallur (1979)

Kæra Jelena (1991)

Köttur úti í mýri (1974)

Með lífið í lúkunum (1985)

Litla flugan (1974)

Litla flugan (1974)

Leigjandinn (1976)

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími