03. Des. 2025

Aðventuvagn Þjóðleikhússins heldur af stað!


Líkt og undanfarin ár stendur Þjóðleikhúsið fyrir opnum aðventustundum víða um Reykjavík í desember. Leikarar Þjóðleikhússins fara leikandi og syngjandi vítt og breitt um borgina en í heild verða sýningarnar meira en tuttugu talsins.

Sýningarnar fara fram á starfsstöðum Virknimiðstöðvar, í samfélagshúsum, félagsmiðstöðvum, hjúkrunarheimilum og dagdvölum Reykjavíkurborgar. Hver sýning er um hálftíma löng. Sýningarnar eru ekki síst hugsaðar fyrir þau sem eiga ekki heimangengt og fá því jólastemninguna heimsenda frá Þjóðleikhúsinu.

Þjóðleikhúsið hóf að bjóða uppá aðventustundirnar í samstarf við velferðarsvið Reykjavíkurborgar í Covid-faraldrinum, á þeim tíma þegar leita þurfti fjölbreyttra leiða til að njóta og miðla menningu, eins og flestir muna. Þá fóru leikarar á Aðventubílnum um borgina og tróðu upp fyrir hjúkrunarheimili og félagsmiðstöðvar. Aðventustundirnar slógu strax í gegn, þær voru færðar inn fyrir dyr þegar höftum létti og þeim stöðum hefur síðan fjölgað stöðugt sem þiggja með þökkum þessa upplífgandi heimsókn í aðdraganda jólanna.

Sýningarnar verða á eftirfarandi dögum og stöðum og eru öll velkomin á alla staði!

Á síðustu árum hefur ríkt glaumur og gleði á aðventustundum eins og myndirnar bera með sér.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími