/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Vytautas Narbutas

/

Vytautas Narbutas stundaði myndlistarnám við Klaipeda Art School, Kaunas Art College og Vilnius Art Academy. Hann hefur unnið í leikhúsi frá árinu 1982 og gert fjölda leikmynda og búninga í heimalandi sínu Litháen, Íslandi og víða erlendis. Hann gerir leikmynd fyrir Eddu í vetur og gerði hér leikmynd fyrir Sjálfstætt fólk, Engisprettur, Draum á Jónsmessunótt, Fridu, RENT, Hamlet, Ríkarð þriðja, Þrjár systur, Don Juan og Mávinn. Hann gerði leikmynd fyrir Fanný og Alexander, Fjandmann fólksins, Gosa, Fólkið í blokkinni og Ofviðrið í Borgarleikhúsinu. Hann hefur einnig gert leikmyndir fyrir sjálfstæðu leikhúsin, Íslensku óperuna og LHÍ. Hann gerði leikmynd fyrir Tartuffe í Árósum og Pétur Gaut í Luzern. Hann gerði búninga fyrir kvikmyndina Ungfrúin góða og húsið. Vytautas starfar einnig sjálfstætt sem myndlistarmaður og hefur haldið myndlistarsýningar í Litháen, Finnlandi, Japan og á Íslandi.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími