Vala Kristín Eiríksdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2015 og var fastráðin sama ár við Borgarleikhúsið. Vala Kristín leikur í Yermu og Frosti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal verka sem Vala hefur leikið í í Borgarleikhúsinu má nefna Allt sem er frábært, Prinsessuleikana og Teprurnar. Hún er annar höfunda leiksýningarinnar Laddi. Vala hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Matthildi. Hún er einn framleiðenda, handritshöfunda og leikara í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk.