/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hilmir Jensson

/

Hilmir Jensson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010.

Hann hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Þínu eigin leikriti 1 – Goðsögu, Sögustund: Búkollu, Macbeth, Dýrunum í Hálsaskógi, Leitinni að jólunum, Karma fyrir fugla, Vesalingunum, Bjart með köflum, Lé konungi og Ballinu á Bessastöðum.

Einnig lék hann hér í Hvörfum sem var samstarfsverkefni við Lab Loka og tók þátt í danssýningunni Kviku sem var sýnd í samstarfi við Katrínu Gunnarsdóttur.

Hann var einnig aðstoðarmaður leikstjóra í Finnska hestinum og Hreinsun.

Í Borgarleikhúsinu hefur Hilmir meðal annars leikið í Flóði, Gullna hliðinu og Billy Elliot.

Hann lék í SOL, Gálmu og Ég er vindurinn hjá Sóma þjóðar. Hann lék í Spuna eða Kamelljóni fjárhirðisins í Skemmtihúsinu.

Hilmir hefur iðkað samkvæmisdansa frá sjö ára aldri og unnið til ýmissa verðlauna hér heima og erlendis, en þar ber hæst Norðurlandameistaratitil árið 1999. Hann hefur sinnt stundakennslu í argentínskum tangó við leiklistardeild LHÍ.

Hilmir lék í  sjónvarpsþáttunum Flateyjargátunni, Bjarnfreðarson, Hlemmavideo og Makalaus.

Útvarpsleikrit Himis og Tryggva Gunnarssonar SOL hlaut Grímuverðlaunin sem útvarpsverk ársins og var tilnefnt í flokknum leikrit ársins.

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími