fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Auður

Tónhöfundur
/

Höfundur tónlistar

Auður er listamannsnafn tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar. Auður hefur allt frá því að plata hans Afsakanir kom út árið 2018 verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, en hann vakti strax mikla athygli þegar hann hlaut verðlaunin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Á skömmum ferli hefur AUÐUR skrifað undir plötusamning við SONY DK, hitað upp fyrir Post Malone, farið í tónleikaferðalag um Evrópu, komið fram á The Great Escape, Way Out West, Roskilde Festival, Secret Solstice, Airwaves og víðar og samið með virtum lagahöfundum um allan heim. Meðal vinsælustu laga hans eru I‘d Love, Freðinn og Enginn eins og þú, sem var mest spilaða lag ársins á RÁS2 og Bylgjunni 2019. Einnig gaf hann út á þessu ári verkið „ljós“, sem vakti mikla athygli. Auður hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2019 sem flytjandi ársins og fyrir lag ársins og árið 2020 hlaut hann verðlaunin sem söngvari ársins og flytjandi ársins, og fyrir lag ársins. Auður samdi tónlist fyrir sýninguna Kópavogskróniku í Þjóðleikhúsinu.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

virka daga frá klukkan 14 til 18 og til 20 á sýningardögum.
Um helgar er opið 11 til 20.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími