/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Auður

Tónhöfundur
/

 

Tónlistarmaðurinn Auður semur tónlist fyrir sýninguna Kópavogskróniku í Þjóðleikhúsinu leikárið 2020-2021.

Auðunn Lúthersson tónlistarmaður eða AUÐUR eins og hann kallar sig byrjaði sinn feril á grjóthörðu harðkjarna og hávaðarokki og færði sig síðar yfir í mýkri raftóna og tók upp listamannsnafnið AUÐUR og hefur á undanförnum árum þróað sinn eiginn einstaka stíl í átt við jaðarraf ásamt áhrifum frá ýmsum öðrum stílum.

AUÐUR fylgdi í fótspor Of Monsters and Men, Sigur Rós og Kaleo en hann hlaut verðlaunin Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Nú fjórum árum síðar er hann margverðlaunaður og hefur gefið út mikið magn af gæðatónlist. Hann gaf út frumraun sína “Alone”, hefur opnað fyrir Post Malone, spilað víða erlendis og samið með virtum lagahöfunum um allan heim, skrifað undir plötusamning við SONY DK, gefið út fyrstu plötu sína, “Afsakanir” á íslensku ásamt samnefndri stuttmynd/myndbandi og svo gaf hann út “Enginn Eins og Þú” mest spilaða lag ársins á RÁS2 og Bylgjunni 2019. Framundan er útgáfa á nýrri tónlist.

Nánari upplýsingar hér .

 

/
Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími